STH Mínar síður

Sautján aðildarfélög BHM eiga aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna. Réttur til úthlutunar byggir á að umsækjendur séu í einhverju þessara félaga og að greidd séu iðgjöld til Starfsþróunarseturs. Hægt er að skoða hvort vinnuveitandi greiðir iðgjöld til setursins á Mínum síðum BHM.

Sautján aðildarfélög BHM eiga aðild að STH og eru þau eftirfarandi:

 • Dýralæknafélag Íslands
 • Félag geislafræðinga
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna
 • Félag Íslenskra leikara
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga
 • Félag lífeindafræðinga
 • Félag sjúkraþjálfara
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
 • Fræðagarður
 • Iðjuþjálfafélag Íslands
 • Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
 • Ljósmæðrafélag Íslands
 • Sálfræðingafélag Íslands
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Stéttarfélag lögfræðinga
 • Þroskaþjálfafélag Íslands
 • Félag leikstjóra á Íslandi
 • Prestafélag Íslands

Tíu aðildarfélög BHM eiga ekki aðild að STH og eru þau eftirfarandi:

 • Arkitektafélag Íslands
 • Félag fréttamanna
 • Félag háskólakennara
 • Félag háskólakennara á Akureyri
 • Félag íslenskra hljómlistarmanna
 • Félag íslenskra listdansara
 • Félag prófessora við ríkisháskóla
 • Félag akademískra starfsmanna HR 
 • Samband íslenskra myndlistarmanna
 • Eftirfarandi er styrkhæft:
 • A. Nám á háskólastigi
 • B. Faglegt nám, námskeið og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun eða starfsferilþróun viðkomandi
 • C. Tungumála- og upplýsingartækninám og námskeið
 • Rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiðs erlendis
 • Að öllu jöfnu er ekki veittur styrkur fyrir ýmis konar verkefni sem tengjast sjálfshjálp eða sjálfsstyrkingu (t.d. núvitundarnámskeið, streitunámskeið, námskeið gegn kulnun o.fl.).
 •  
 • Styrkir eru veittir vegna eftirtalinna kostnaðarþátta:
 • A. Skólagjald
 • B. Námskeiðsgjald 
 • C. Ráðstefnugjald
 • D. Námsgögn - sem tengjast lið A og B
 • E. Ferðakostnaður sem hlýst af A-C.
 •     Styrkir eru veittir fyrir:
 •     a. Flugkostnaði
 •     b. Gistikostnaði
  • Eingöngu þær gistinætur sem falla til á meðan verkefni (t.d. ráðstefnu) stendur
  • Kostnaður vegna gistingar er að öllu jöfnu ekki styrktur lengur en í 4 vikur
 •     c. Samgöngur til og frá millilandaflugvelli erlendis
 •     d. Fastur styrkur vegna ferðakostnaðar innanlands:
  • Ef vegalengd frá lögheimili að náms-/ráðstefnustað eða millilandaflugvelli er lengri en 100 km. eru greiddar 15.000 kr. ef sama vegalengd er lengri en 250 km. eru greiddar 30.000 kr.
  • Ef að vegalengd frá lögheimili að millilandaflugvelli er styttra en 100 km. eru greiddar 7.000 kr.

 

    Ekki er styrkhæft:

 • Samgöngur innanbæjar
 • Bensínkostnaður
 • Bílastæðagjöld
 • Bílaleigubílar
 • Rannsóknaferðir
 • Kynnisferðir
 • Tómstundanámskeið
 • Sundurliðaðir reikningar sem sannanlega eru greiddir af umsækjanda. Reikningarnir skulu vera dagsettir og áritaðir/stimplaðir af þeim sem gefur þá út
 • Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun
 • Samþykki yfirmanns ef um starfsþróun er að ræða

Athuga skal að e-miðar vegna flugs og bókanir hótela eru ekki gildir reikningar. Greiðsla styrks er háð því að reikningur berist innan 12 mánaða frá lokum náms/verkefnis.

Til að bæta fylgigögnum við umsókn er farið inn á ,,Mínar síður" á bhm.is og notuð rafræn skilríki eða íslykill við innskráningu. Þar er farið í „Mínar umsóknir“, umsóknin valin og fylgigögn hengd við.

Miðað er við 300.000 kr. mánaðarlaun (2100 kr. iðgjald) sem viðmiðunargjald fyrir fullum styrk. En til að eiga rétt á hálfum styrk þarf iðgjald að vera að lágmarki 1050 kr.

Styrkir eru greiddir að jafnaði einu sinni í viku, á föstudegi. Gögn þurfa að berast fimm dögum fyrir greiðsludag.

 • Gerð starfsþróunarmarkmiða og starfsþróunaráætlana innan stofnunar/sveitarfélags/sjálfseignarstofnunar
 • Verkefni sem byggja á starfsþróunaráætlunum og leiða af sér framþróun, nýsköpun og/eða breytt verklag

Eftirfarandi er ekki styrkhæft:

 • Verkefni er snúa að reglubundinni starfsemi stofnunar/sveitarfélags eru ekki styrkhæf heldur þurfa verkefnin að leiða af sér framþróun og nýsköpun
  • Fagnámskeið
  • Ráðstefnur
  • Verkefni sem varða þróun í fagi stéttarfélaga eða starfi þeirra
 • Aðildarrof í fæðingarorlofi skerðir ekki möguleika á styrk enda sé stéttarfélagsgjald greitt á orlofstímabili. 
 • Félagsmaður í launalausu leyfi á rétt á styrk samkvæmt reglum sjóðsins fyrstu sex mánuði að öðrum skilyrðum uppfylltum. Félagsmaður þarf að skila inn með umsókn sinni vottorði frá vinnuveitanda sem staðfestir að viðkomandi sé í launalausu leyfi frá sínum vinnustað.
 • Félagsmenn halda réttindum sínum fyrir það tímabil sem þeir fá greidda sjúkradagpeninga frá Sjúkrasjóði BHM eða Styrktarsjóði BHM.

  Þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun halda réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH frá upphafi töku endurhæfingarlífeyris félagsmanna sinna.

 • Við atvinnumissi halda félagsmenn réttindum í allt að 12 mánuði. Aðildarfélögum er heimilt að framlengja þetta tímabil upp í 3 ár gegn því að greiða 0,7% iðgjald til STH af atvinnuleysisbótum frá upphafi atvinnuleysis félagsmanna sinna.

 • Í byrjun hvers árs eru sendar upplýsingar til skattyfirvalda þar sem gerð er grein fyrir styrkþegum og styrkupphæðum fyrra árs. Styrkir STH eru framtalsskyldir en ekki skattskyldir.


 • Greiðsla styrks er háð því að reikningur berist innan 12 mánaða frá lokum náms/verkefnis.
 • Ef mistök verða í afgreiðslu styrkumsóknar eða greiðslu styrks munu starfsmenn setursins leitast við að leiðrétta mistök eins fljótt og hægt er. Ef umsækjandi hefur fengið tvígreiddan styrk eða ofgreidda styrkupphæð ber honum að tilkynna til setursins mistökin og endurgreiða setrinu þegar í stað hina ofgreiddu fjárhæð. 

 • Umsækjandi, sem fengið hefur vilyrði fyrir styrk, er ekki skuldbundinn  til þess að ljúka því verkefni sem styrkt var. Ef verkefni er ekki lokið eða umsókn er dregin til baka áður en styrkur er greiddur fellur styrkloforð niður og hefur umsóknin þá engin áhrif á réttindi umsækjanda hjá setrinu.

 • Starfsferilsáætlun snýr að starfsþróun einstaklings óháð núverandi starfi.

 • Starfsþróunaráætlun snýr að starfsþróun í núverandi starfi. Áætlunin byggir á sameiginlegri niðurstöðu starfsmanns og yfirmanns  með þarfir starfsmanns og stofnunarinnar í huga. Markmiðið er  að auka árangur starfsmanns og  stofnunar og er starfsþróunaráætlun samþykkt af yfirmanni.Við gerð starfsþróunaráætlunar þarf að byggja á starfslýsingu og starfsmannasamtali. Mikilvægt er að greina þarfir stofnunar, deildar og starfsmanns með starfslýsingu að leiðarljósi. Hæfnisþættir starfsmanns eru metnir og þurfa færnisstigin að vera mælanleg en ekki huglæg. Hæfnisþætti er hægt að flokka eftir þörfum stofnunar.

 • Starfsþróun gengur út á það að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Starfsþróun er á ábyrgð sérhvers starfsmanns en hún er ekki síst fjárfesting fyrir vinnustaðinn sem og starfsmanninn.

 • ,,Sá er atvinnuhæfur sem býr yfir þekkingu, færni, hæfni, áhuga, lærdómsvilja og persónulegum eiginleikum sem gerir viðkomandi líklegri til að halda og ná árangri í starfi sínu. Sjálfum sér, vinnustaðnum og samfélaginu til heilla. Atvinnuhæfni veltur á þáttum eins og starfsreynslu, starfsþróun, menntun og persónuleika. Markmið með atvinnuhæfni er að starfsmenn hafi getu og vilja til að sinna starfi.,, Gylfi Dalmann

 • ,,Sá er atvinnuhæfur sem býr yfir þekkingu, færni, hæfni, áhuga, lærdómsvilja og persónulegum eiginleikum sem gerir viðkomandi líklegri til að halda og ná árangri í starfi sínu. Sjálfum sér, vinnustaðnum og samfélaginu til heilla. Atvinnuhæfni veltur á þáttum eins og starfsreynslu, starfsþróun, menntun og persónuleika. Markmið með atvinnuhæfni er að starfsmenn hafi getu og vilja til að sinna starfi.,, Gylfi Dalmann

 • Aðild að Starfsþróunarsetri lýkur um leið og iðgjaldagreiðslur hætta að berast til setursins.